Williams & Halls

Um Okkur

Williams & Halls er íslenskt lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtæki með starfsemi í Hafnarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 á Isle of Man af hjónunum Laufeyju Vilhjálmsdóttur og Torfa Rafni Halldórssyni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru fluttar til Íslands árið 2009 en fyrstu lyf komu á markað hér á landi árið 2010.

Williams & Halls er með um 40 vörutegundir á markaði, bæði lyf og lækningatæki. Stór hluti lyfjanna er framleiddur undir merkjum Williams & Halls en að auki erum við með lyf í umboðssölu frá alþjóðlegum fyrirtækjum.

Williams & Halls hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á lyf á hagstæðu verði og fara lyfin ekki á biðlista nema í undantekningartilfellum. Við bjóðum upp á góða þjónustu við viðskiptavini okkar og reynum okkar besta til að koma til móts við óskir og þarfir markaðarins.

Williams & Halls sérhæfir sig í sölu- og markaðssetningu á lyfjum og lækningatækjum á íslenskum markaði. Annarri starfsemi er útvistað. Day Zero sér um alla lyfjagát og –skráningu og Parlogis sér um dreifingu.

2007

Stofnað

Williams & Halls stofnað á Isle of Man.

2009

Flutningar

Höfuðstöðvar fyrirtækisins fluttar til Íslands.

2010

Fyrsta lyfið

Fyrsta lyfið, Ostacid, kemur á markað

2015

Fyrstu lækningatækin

Tearsagain, tearsagain sensitive, Vaxol og Bionette sett á markað

2016

Fyrsta lausasölulyfið

Ibuprofen Bril fyrsta lausasölulyfið á markað

2016

L-Mesitran

Sárameðferðarvörur frá L-Mesitran koma á markað

2017

Vörunúmer fleiri en 100

Bisbetol (bisoprolol) rýfur 100 vörunúmera múrinn