top of page
  • atli15

Atli Sigurjónsson nýr framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar

Updated: Feb 17, 2022




Atli Sigurjónsson lyfjafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá Williams & Halls ehf.

Atli er með B.Sc. og M.Sc. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og starfaði um árabil hjá Medis, dótturfélagi ísraelska lyfjafyrirtækisins Teva, við viðskiptaþróun og eignastýringu. Áður starfaði Atli meðal annars sem leyfishafi heildsölu hjá Lyfjaveri.

Jón Óskar Hinriksson framkvæmdastjóri segir að ráðningin styrki enn frekar faglega þekkingu og efli sóknarfæri fyrirtækisins. „Skilaboð til markaðsins eru skýr og þau eru að fyrirtækið ætlar sér enn stærri hluti í náinni framtíð og er ráðning Atla til marks um metnað félagsins til að gera betur".

152 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page