top of page
  • leifur9

Botulinum Toxin námskeið á Íslandi

Updated: May 12, 2021


Dagana 22.-23. nóvember héldum við hjá Williams & Halls, í fyrsta skipti á Íslandi, sérstaka þjálfunarráðstefnu fyrir lækna sem nota botulinum toxin af gerð A í meðferð. Williams & Halls er umboðsaðili fyrir lyfið Xeomin, sem er botulinum toxin af gerð A en lyfið hefur verið á markaði síðan 2015. Alls sóttu 14 sérfræðilæknar námskeiðið en ávísun Xeomin er bundin við sérfræðinga í augnlækningum, taugasjúkdómalækningum, taugaskurðlækningum, bæklunar- og endurhæfingarlækningum.

Námskeiðið var haldið í samstarfi við framleiðanda lyfsins, Merz Pharma GmbH, á Grensásdeild Landspítala. Yfirskrift námskeiðsins var “Notkun ómskoðunartækni við gjöf á Botulinum taugaeitri í meðferð á vöðvaspennutruflun í hálsi með snúningi og síbeygjukrampa í handlegg”. Námskeiðið var undir leiðsögn taugasérfræðingsins Dr. Mircea Oprica sem hefur áralanga reynslu í gjöf á Botulinum toxin af gerð A en hann starfar meðal annars á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð. Markmið námskeiðsins var að auka þekkingu á botulinum toxin gjöf og þjálfa notkun á ómskoðunartækni í gjöf þar sem sýnt hefur verið fram á stórbætta meðferðarheldni með slíkri notkun. Almenn ánægja var með námskeiðið sem að okkar mati gekk stórvel. Dr. Mircea stóð sig með prýði og kom efni námskeiðsins frá sér á hnitmiðaðan og skýran hátt. Við hlökkum til að halda fleiri slík námskeið í framtíðinni og vonumst þannig til að geta stuðlað að aukinni fræðslu sem skilar sér í auknum lífsgæðum sjúklinga sem þurfa á meðferðinni að halda.

Við viljum þakka Philips á Íslandi og Fastus sérstaklega fyrir aðstoðina á námskeiðinu en ómskoðunartæki voru fengin að láni frá báðum fyrirtækjum á meðan námskeiðinu stóð. Einnig viljum við þakka læknum og starfsfólki Grensásdeildar kærlega fyrir aðstoðina við skipulag námskeiðsins og fyrir að taka svo vel á móti okkur í flottri aðstöðu þeirra. Loks þökkum við samstarfsaðilum okkar hjá Merz og Dr. Mircea Oprica fyrir veitta aðstoð.

26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page