top of page
  • atli15

BROKSIL - Ný slímleysandi hóstamixtúra

Updated: Oct 11, 2023

Lausasölulyfið Broksil er slímleysandi (mucolytic) og inniheldur virka innihaldsefnið ambroxól hýdróklóríð sem hefur ekki fengist áður á Íslandi. Lyfið er fáanlegt í lausasölu sem 100 ml flaska af sætu safti með vanillu/hindberjabragði.

Virka efnið ambroxól hýdróklóríð hefur í forklínískum rannsóknum sýnt að það eykur seyti í barka og berkjum og dregur úr seigju slíms. Einnig hefur verið sýnt fram á að ambroxól eykur flutning slíms með bifhárum með því að örva hreyfanleika bifhára. Aukning á seyti vökva, sem og losun slíms með bifhárum, stuðlar að slímlosun.

Ábending Broksil er slímleysandi verkun, notað sem stuðningsmeðferð með bakteríulyfjum við öndunarfærasýkingum, einkum þegar um er að ræða ofseytingu slíms í lungnaberkjum. Broksil má gefa einstaklingum allt niður í 1 árs aldur.


Skammtastærðir Broksil samkvæmt eiginleikalýsingu lyfsins eru:

  • Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: 10 ml 2 sinnum á dag. Þessi skammtastærð er viðeigandi í meðferð gegn bráðri öndunarfærasýkingu og í upphafsmeðferð gegn langvinnum einkennum í allt að 14 daga.

  • Börn á aldrinum 6 til 12 ára: 5 ml 2-3 sinnum á dag.

  • Börn á aldrinum 2-6 ára: 2,5 ml 3 sinnum á dag.

  • Börn á aldrinum 1-2 ára: 2,5 ml 2 sinnum á dag.

Broksil skal ekki nota lengur en 5-7 daga án samráðs við lækni. Þessar skammtastærðir eru ætlaðar fyrir upphafsmeðferð. Minnka má skammta um helming að 14 dögum liðnum. Saftin er ætluð til inntöku og skal taka inn eftir máltíð.

Einstaklingar með magavandamál eða alvarlega nýrna- eða lifrarbilun ættu ekki að nota Broksil án samráðs við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.

Nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskrá.is

6,410 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page