top of page

Rafrænn fræðslufundur fyrir barnalækna - Samstarf Williams & Halls og Bertrand Lauth

leifur9

Updated: May 7, 2021

Fimmtudaginn 25.mars fór fram rafrænn fræðslufundur sem haldinn var fyrir sérfræðinga í barnalækningum. Fundurinn var samstarfsverkefni Williams & Halls og Bertrand Lauth, sérfræðings í barna- og unglingageðlækningum. Bertrand hefur starfað við sérfræðilækningar barna frá árinu 1989 og á Barna- og Unglingageðdeild Landspítala frá 1998. Hann hefur lengi skoðað svefn barna- og unglinga með þroskaraskanir en að þessu sinni fjallaði hann almennt um svefnvanda barna- og unglinga og notkun melatóníns í meðferð. Meðal umræðuefna var aðgreining á hraðverkandi og forðaverkandi melatóníni og munur á áhrifum lyfjaformanna á svefn.


Þátttaka var virkilega góð en um frumraun var að ræða hjá Williams & Halls í fundarhaldi af þessu tagi. Almenn ánægja var með fundinn og í kjölfarið var öllum þátttakendum, og öðrum starfandi sérfræðingum í barnalækningum, boðið á annan rafrænan fræðslufund sem haldinn var af Neurim Pharmaceuticals, samstarfsaðila Williams & Halls og framleiðanda forðalosandi melatonin lyfsins Slenyto. Þar gafst þátttakendum kostur á að heyra reynslu kollega þeirra í Evrópu í svefnmeðhöndlunum barna- og unglinga og taka þátt í umræðum í lok fundar.


Við þökkum öllum þátttakendum fyrir áhugann og þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Bertrand Lauth fyrir góðan fund og gott samstarf. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með íslenskum barnalæknum.

 
 
 

Comments


527 0600

Reykjavikurvegi 76, 220 Hafnarfjörður

Ktal. 650509-0990

  • Google Places
  • Facebook
  • Instagram

©2021 by Williams & Halls

bottom of page