top of page
  • leifur9

Samfélagsleg ábyrgð Williams & Halls

Updated: May 12, 2021
Í dag horfumst við í augu við miklar og óvenjulegar áskoranir í íslensku þjóðfélagi og heiminum öllum. Á tímum sem þessum er mikilvægt að sameinast öll sem eitt og gera okkar besta á öllum sviðum við að lágmarka þann mögulega skaða sem COVID-19 gæti haft á íbúa landsins.


Áskoranir lyfjafyrirtækja eru víðtækar og af ýmsu tagi. Svo dæmi séu nefnd snerta þær áskoranir mannafla og birgðastöðu. Það er samfélagsleg ábyrgð allra, þar með talið okkar hjá Williams & Halls, að reyna að lágmarka skaðann og tryggja öryggi og heilsu allra íbúa landsins.


Nýlegar rannsóknir benda til þess að samhliða meðferð með sýklalyfinu azítrómýcín og malaríulyfinu hýdroxýklórókín geti hjálpað við meðhöndlun á COVID-19 veirusýkingunni. Williams & Halls er helsti birgi Landspítalans um azítrómýcín með lyfið Azitromicina Normon. Á undanförnum dögum höfum við unnið sérstaklega vel með Normon, framleiðanda lyfsins, til að tryggja óbrigðult flæði lyfsins til landsins og reyna eftir fremsta megni að sporna þannig gegn skorti í landinu á svo fordæmalausum tímum sem þessum.


Að lokum viljum við senda sérstakar þakkir til kollega okkar innan heilbrigðisgeirans fyrir óeigingjörn og hetjuleg störf sín við heilbrigðisþjónustu jafnt nú sem áður. Saman til árangurs!


16 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page