top of page
  • leifur9

SLENYTO veitt einstaklingsbundinn greiðsluþátttaka

Updated: Feb 17, 2022

Það gleður okkur hjá Williams & Halls að tilkynna að í lok október samþykkti Lyfjastofnun einstaklingsbundna greiðsluþátttöku í sérlyfinu SLENYTO sem eru 1 mg og 5 mg forðalosandi melatóníntöflur fyrir börn og unglinga á aldrinum 2 til 18 ára.

Einstaklingsbundna greiðsluþátttakan er bundin við ávísun frá barna- og unglingageðlækni, barnalækni með sérþekkingu í þroskaröskun barna og unglinga eða barnataugalækni og við ábendingunni: til meðferðar við svefnleysi hjá börnum og unglingum á aldrinum 2-18 ára með röskun á einhverfurófi og/eða Smith-Magenis heilkenni, þegar ráðstafanir í tengslum við svefnvenjur hafa ekki dugað til.

Þessi ánægjulega ákvörðun mun gera foreldrum/forráðamönnum þeirra barna sem þurfa á SLENYTO meðferð að halda, kleift að kaupa þetta lyf á mun hagkvæmari hátt en áður hefur verið mögulegt.

SLENYTO er eina melatónín lyfið með greiðsluþátttöku hér á landi og er lyfið eina melatónínlyfið sem ætlað er til meðhöndlunar á svefnvanda hjá einhverfum börnum.

Nánari upplýsingar og fræðsluefni um SLENYTO er aðgengilegt hér - https://www.williamshalls.com/slenyto

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt vita meira ekki hika við að hafa samband við Atla Sigurjónssonatli@wh.is


116 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page