Við fengum frábæra heimsókn í september frá félagsmönnum Tinktúru, félagi lyfjafræðinema við Háskóla Íslands. Verðandi lyfjafræðingar fræddust um Williams & Halls og starfsemi okkar og gæddu sér á gómsætum veitingum. Var þetta í fyrsta skipti sem Williams & Halls tók á móti nemendum í svokallaðri vísindaferð en alls ekki það síðasta. Við höfðum gríðarlega gaman af því að fá þau í heimsókn og vonumst til þess að geta boðið upp á slíkar heimsóknir ár hvert.
Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina og hlökkum til að fá þau aftur!
Comments