top of page
leifur9

Williams & Halls hlýtur leyfi til heildsöludreifingar lyfja

Updated: May 12, 2021

Þann 1. janúar 2021 munu ný lyfjalög taka gildi á Íslandi. Eins og segir á vef Lyfjastofnunar markar þetta mikil tímamót þar sem núgildandi lyfjalög tóku gildi árið 1994. Meðal breytinga í nýjum lyfjalögum er að einungis verði heimilt að flytja inn og dreifa lyfjum í heildsölu á grundvelli heildsöluleyfis sem Lyfjastofnun veitir.


Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að þann 24. nóvember síðastliðinn gaf Lyfjastofnun út heildsöluleyfi Williams & Halls ehf. Við lítum á útgáfu leyfisins sem staðfestingu á fagmennsku starfsemi okkar en fyrirtækið starfar eftir vel ígrunduðum og nákvæmum starfsferlum (SOP) sem uppfylla skilyrði um góða starfshætti í lyfjadreifingu (e. Good Distribution Practice).


Með tilkomu heildsöluleyfis einföldum við samskipti við viðskiptavini og birgja hérlendis sem og erlendis. Einnig eflir það áframhaldandi sókn á íslenskum markaði og styður við sókn okkar á erlenda markaði. Williams & Halls ehf. sérhæfir sig m.a. í því að útvega lyf þegar skortur verður hér á landi en framvísun heildsöluleyfis mun koma til með að stytta slík ferli og einfalda. Með þessu komum við í veg fyrir lyfjaskort og tryggjum frekara öryggi sjúklinga á Íslandi. Tilkoma heildsöluleyfis er því ekki aðeins heillavænlegt fyrir starfsmenn Williams & Halls ehf. heldur landsmenn alla.



24 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page