top of page
Ibutrix_augýsingar_m_mixtúru_1200x900_rautt.jpg

Við hverju er Ibutrix notað?

Ibutrix er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Virka efnið íbúprófen dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda meðal annars bólgumyndun. Ibutrix er ætlað til skammtímameðferðar við vægum til meðalmiklum verkjum og við hita. er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk og sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir. Lyfið er einnig notað til að lækka hita hjá börnum.

Ibutrix

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. 

Hver ml. af mixtúru, inniheldur 20 mg. af íbúprófeni.

Mixtúran er með appelsínubragði.

Ibutrix_4k.png
Ibutrix_Instagram_2.jpg

Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.
 

Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er ætlað börnum. 7-10 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn allt að 3svar á dag, með 6-8 klst millibili. 1 ml inniheldur 20 mg af íbúprófeni.

Notkun íbúprófens er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 3 mánaða eða léttari en 5 kg, 

Skammtur íbúprófens veltur á aldri og líkamsþyngd barnsins. Ráðlagður dagsskammtur er 20 mg/kg til 30 mg/kg líkamsþyngdar, sem er skipt í 3 til 4 lyfjagjafir. Að minnsta kosti 6 klst. skulu líða milli lyfjagjafa.

ibutrix tafla.jpg

Eftirfarandi tafla sýnir dæmigerða skömmtun, sem getur verið breytileg eftir ábendingu:

Þú færð Ibutrix í öllum helstu apótekum

60530-1497526146.png
sitelogo.png
logo-Einfalt.png
logo-1.png
ISLANDSAPOTEK_standandi_lit.jpg

Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

bottom of page