UM OKKUR
Williams & Halls er íslenskt lyfjafyrirtæki og heilbrigðisvörufyrirtæki með starfsemi í Hafnarfirði. Nafnið Williams & Halls vísar til föðurnafna hjónanna Laufeyjar Vilhjálmsdóttur og Torfa Rafns Halldórssonar sem stofnuðu fyrirtækið árið 2007 á Isle of Man. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru fluttar til Íslands árið 2009 en fyrstu lyf komu á markað hér á landi árið 2010.
Williams & Halls er með um 40 vörutegundir á markaði, bæði lyf og lækningatæki. Stór hluti lyfjanna er framleiddur undir merkjum Williams & Halls en að auki erum við með lyf í umboðssölu frá alþjóðlegum fyrirtækjum.
Williams & Halls sérhæfir sig í sölu- og markaðssetningu á lyfjum og lækningatækjum á íslenskum markaði. Annarri starfsemi er útvistað. Day Zero sér um alla lyfjagát og –skráningu og Parlogis sér um dreifingu.
Stefna Williams & Halls er að vera leiðandi afl á íslenskum lyfjamarkaði. Við höfum það að leiðarljósi að bjóða hagstæð verð og vörur sem eru ávallt aðgengilegar. Starfsmenn Williams & Halls kappkosta að bjóða alltaf fyrsta flokks þjónustu og viðmót. Afrakstur vinnu starfsmanna skilar sér í betra samfélagi með verðmætasköpun fyrir alla sem að félaginu koma, jafnt fólkinu í landinu sem og eigendum þess.