top of page

LAUSASÖLULYF

Ibúprófen

Ibutrix er hita- & verkjastillandi íbúprófen mixtúra, með appelsínubragði, fyrir börn.

Ibutrix er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun.  Ibutrix er ætlað til skammtímameðferðar við vægum til meðalmiklum verkjum og við hita. 

Ibutrix_4k.png

Paracetamól

Dolorin Junior er ætlað til meðferðar við vægum til miðlungs miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu) og vægum til miðlungs miklum höfuðverk.
Dolorin Junior er einnig ætlað til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða skemur og sem meðferð við einkennum kvefs og flensulíkum einkennum.
Fæst í stílum og mixtúru.

Dolorin.png

Cetirizín

Zensitin er ætlað fullorðnum og börnum 6 ára og eldri við einkennum í nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs. Einnig er lyfið við langvinnum ofsakláða af óþekktum orsökum.

Zen.png

Paracetamól

Dolorin er til meðferðar við vægum til miðlungi miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu), og vægum til miðlungi miklum höfuðverk. Dolorin er einnig til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða skemur, og sem einkennameðferð við kvefi og flensu.

Dolli.png

Ibúprófen

Ibuprofen Bril er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun.

Ibuprofen Bril er notað til þess að draga úr verkjum og bólgu þegar um er að ræða kvilla á borð við slitgigt, iktsýki (liðagigt), gigt í hrygg (hryggikt), bólgu í liðum, stíföxl, belgbólgu, sinabólgu, sinaskeiðabólgu, verki í neðri hluta baks, tognanir og álagsmeiðsli.

Ibu.png
bottom of page