top of page
PANTANIR & DREIFING
Vörur Williams & Halls eru seldar á ýmsum stöðum. Hluti lyfjanna er seldur beint á sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir en flest þeirra ásamt lækningavörunum eru seld til apóteka. Parlogis sér um alla dreifingu fyrir Williams & Halls og fara pantanir þar í gegn. Þjónustuborð Parlogis er opið alla virka daga frá kl. 8 til kl. 16. Pantanir sem berast fyrir kl. 12 eru sendar út til viðskiptavina næsta virka dag en einnig er í boði hraðþjónusta þar sem afhending vöru fer fram innan 2-3 klukkustunda á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg hraðþjónusta fyrir landsbyggðina byggir á afhendingu með næsta flugi, rútu eða flutningabíl.
Hægt er að panta vörur í síma 590-0210 eða á pantanir@parlogis.is.
bottom of page