top of page
leifur9

Virka efnið - Nýtt hlaðvarp!



Williams & Halls í samstarfi við lyfjafræðinema við Háskóla Íslands kynnir með stolti hlaðvarpsþættina "Virka efnið."


Þættirnir eru hluti af fræðslustefnu Williams & Halls en í þáttunum ræða lyfjafræðinemar við Háskóla Íslands lyfjafræði sín á milli á mjög svo skemmtilegum nótum og fræða hlustendur í leiðinni. Meðal annars má heyra söguna af því hvernig lyf eins og penicillín, botulinum toxín og fleiri komu til sögunnar og hvernig óheppilegar aukaverkanir á borð við standpínur gáfu lyfjum nýjan tilgang.


Lyfjafræðinemarnir Kristófer Haukur Hauksson, Markús Leví Stefánsson og Sóley Diljá Weywadt Sigurðardóttir hafa umsjón með þáttunum og tekst þeim virkilega vel til. Við mælum með því að allir hlusti á þættina en þá má finna á streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts undir heitinu "Virka efnið".




83 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page