SAMSTARFSAÐILAR
BRISTOL LABORATORIES LTD.
Bristol Laboratories Ltd. er eitt af leiðandi samheitalyfjafyrirtækjum Bretlands en fyrirtækið var stofnað árið 1997.
Williams&Halls hefur selt Ibuprofen Bril í umboðssölu frá 2016 en allar pakkningar Ibuprofen Bril hafa spilað lykilhlutverk þegar upp hefur komið skortsástand á íbúprófeni á íslenskum markaði.
CENTRIENT
Centrient Pharmaceuticals var fyrst stofnað árið 1869 í Hollandi og hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls síðan 2016. Centrient Pharmaceuticals framleiðir Spectracillin WH.
Hjá Centrient Pharmaceuticals er lögð mikil áhersla á sjálfbærni en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á hráefnum og lokalyfjaafurðum við bakteríu- og sveppasýkingum og til blóðfitulækkunar. Tækni þeirra til sýklalyfjaframleiðslu er framúrskarandi en öll framleiðslan fer fram í lokuðu kerfi þar sem affallsvatn framleiðslunnar er ekki losað úr kerfinu fyrr en það hefur verið hreinsað með sérstöku og einöngruðu skólphreinsikerfi. Lokaskref hreinsunar er sýklalyfjavirkniprófun til að gulltryggja að affallið sé alveg laust við minnstu sýklalyfjavirkni. Þessi tækni kemur alfarið í veg fyrir notkun leysa og dregur umtalsvert úr því mikla vatnsmagni sem annars þyrfti í hefðbundið kerfi. Kerfið er því ekki aðeins verndandi gegn ónæmismyndun heldur talsvert umhverfisvænna en önnur hefðbundnari kerfi.
Esteve
Esteve var stofnað árið 1929 á Spáni af Dr. Antoni Esteve i Subirana og hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls frá 2014. Esteve framleiðir og þróar bæði virk lyfjaefni (Active pharmaceutical ingredient) og fullbúin lyf.
Hjá Esteve er tekin ábyrgð á loftslagsvánni og er barist gegn henni í daglegri starfsemi fyrirtækisins. Meðal annars er notast við endurnýjanlega orku í framleiðslu og ráðstafanir gerðar til úrbóta á orkunýtni og neysluhagkvæmni.
LABORATORIOS NORMON
Laboratorios Normon er gríðastór samheitalyfjaframleiðandi sem stofnaður var árið 1937 á Spáni. Williams&Halls hefur verið umboðsaðili Laboratorios Normon frá árinu 2016 en í dag eru vörunúmer Normon orðin 13 á íslenskum markaði. Flest þeirra lyfja eru ætluð til sýkingameðferða.
Hjá Laboratorios Normon er m.a. lögð rík áhersla á umhverfismál. Í framleiðslu þeirra er notast við sérstakt endurvinnslukerfi vatns sem sparar yfir 4 milljónir lítra af vatni ár hvert. Þvert á starfsemi fyrirtækisins gildir sérstakt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem tryggir bestu mögulegu gæði og minnkar umhverfisáhrif fyrirtækisins.
MEDINFAR
Medinfar Group var stofnað árið 1970 í Portúgal og hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls síðan 2016. Fyrsta lausasölulyfið frá Williams & Halls, paracetamól töflurnar Dolorin, eru m.a. framleiddar af Medinfar.
Velgengni Medinfar er háð velgengni allra sem koma að fyrirtækinu og því er mikið lagt upp úr því að starfsmönnum fyrirtækisins líði vel. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og býður starfsmönnum sínum meðal annars að taka þátt í ýmsum verkefnum sem falla undir sjálfboðaliðastarfsemi fyrirtækja (e. corporate volunteering)
MERZ
Merz Pharma er aldargamalt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1908 af efna- og lyfjafræðingnum Friedrich Merz.
Hjá Merz Pharma er sjúklingurinn settur í fyrsta sætið en þannig snúa rannsóknir þeirra að miklu leyti að því að besta meðferðarbil á milli innspýtinga með botulinum taugaeitrinu þeirra, sem ber sérlyfjaheitið Xeomin, svo hægt sé að útbúa sjúklingnum sérsniðið meðferðarskema sem hentar honum best og hámarka þannig lífsgæði hvers og eins.
NEURIM PHARMACEUTICALS
Neurim Pharmaceuticals var stofnað árið 1991 og hefur Williams&Halls verið umboðsaðili fyrir melatónínlyf þeirra, Slenyto, síðan 2020.
Neurim Pharmaceuticals sérhæfir sig í þróun lyfja sem verka á miðtaugakerfið og þá sérstaklega í svefnmeðferðum á formi Melatónín uppbótarmeðferðar.
PIRAMAL CRITICAL CARE
Piramal Critical Care hóf göngu sína árið 2002 og hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls frá árinu 2016. Piramal Critical Care sérhæfir sig í lyfjum sem notuð eru í gjörgæslu og standa framarlega í framleiðslu á lyfjum til innöndunar.
Piramal Critical Care er virkur þátttakandi í fjölda mannúðarsamtaka sem vinna hart að því að bæta stöðu sjúklinga á jafnréttisgrundvelli og fer fyrirtækið meðal annars eindregið gegn því að þeirra lyf séu notuð með einum eða öðrum hætti við dauðarefsingar.
Sanquin
Sanquin var stofnað árið 1998 sem samstarfsverkefni Hollenska blóðbankans og Blóðgjafaþjónustu Rauða krossins í Hollandi en fyrirtækið sérhæfir sig í háþróuðum blóðgjafalyfjum. Sanquin hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls frá 2012.
Öll hringrás framleiðslunnar, frá blóðgjöf til tilbúins lyfs, fer fram hjá Sanquin. Blóðgjafar gefa blóð hjá blóðbönkum Sanquin. Þaðan fer blóðið í rannsókn þar sem það er flokkað í blóðvöka (plasma), blóðflögur og rauð blóðkorn. Blóðpartarnir eru sendir beint á hollensk sjúkrahús en meirihluti blóðvökvans, sem er ónothæfur á sjúkrahúsum, fer til Sanquin Plasma Products í lyfjaframleiðslu. Úr blóðvökvanum eru svo framleidd hin ýmsu blóðstorku- og ónæmislyf.
SYNTHON
Synthon var stofnað árið 1991 í Hollandi og hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls frá 2012. Synthon er með stærri samstarfsaðilum en langflest lyf frá Williams & Halls eru framleidd af Synthon. Í dag framleiðir Synthon 10 lyf fyrir Williams & Halls sem samtals telja 25 vörunúmer.
Synthon er fræðslueflandi fyrirtæki sem styður fjölda fræðsluátaka, allt frá fræðslustarfi fyrir börn í vísindum og tækni yfir í samkeppni rannsóknaverkefna fyrir háskólanema. Synthon styður einnig fjölda verkefna tengd sjálfboðastarfsemi fyrirtækja og er á lista yfir góða vinnustaði sem gefinn er út af Great Places to Work® stofnuninni.
TECNIMEDE
Tecnimede var stofnað árið 1980 í Portúgal. Tecnimede hefur verið samstarfsaðili Williams & Halls frá upphafi en fyrsta lyfið sem kom á markað, Ostacid WH, er framleitt af Tecnimede. Í dag eru lyf frá Williams & Halls, sem framleidd eru af Tecnimede, orðin 6 talsins.
Starfsemi Tecnimede spannar allt framleiðsluferlið á bakvið tilbúin lyfjaefni, eða allt frá þróun og framleiðslu til markaðssetningar og sölu til samstarfsaðila. Þannig kappkostar Tecnimede að bæta aðgengi allra að hágæða lyfjum á hagstæðu verði.