Hvað er ofnæmi?
Ofnæmi má útskýra sem ofurnæmi ónæmiskerfisins við utanaðkomandi þáttum sem almennt eru skaðlausir í umhverfinu. Ofurnæmið veldur því þá að líkaminn bregst við þessum utanaðkomandi þáttum og kallar fram einkenni.
Hver eru einkennin?
Zensitin
Dæmigerð einkenni ofnæmiskvefs eru ekki ólík almennum kvefeinkennum af völdum bakteríu- eða veirusýkinga. Það sem skilur ofnæmiskvef yfirleitt frá almennu kvefi er að ofnæmiskvef varir yfirleitt í lengri tíma og tengist hlýrri árstíðum á meðan almennt kvef varir stutt á kaldari tímabilum. Einnig fylgja oft hita- og kuldaköst, verkir eða eymsli í líkamanum.
Zensitin er ætlað fullorðnum og börnum 6 ára og eldri og er lyfið skráð til að létta á einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið eða stöðugt ofnæmiskvef. Einnig er Zensitin notað til að létta á einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Ráðlagður skammtur eru 10 mg, eða 1 tafla, 1 sinni á sólarhring.
Þú færð Zensitin í öllum helstu apótekum
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is