ABURIC
Heiti lyfs: Aburic 80 mg filmuhúðaðar töflur. Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur 80 mg af febúxóstati. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 76,50 mg laktósa (sem einhýdrat). Sjá lista yfir öll hjálparefni í SmPC. Ábendingar: Meðferð við langvinnum þvagsýrudreyra þegar úratútfellingar hafa átt sér stað (þ.m.t. þegar saga liggur fyrir um eða til staðar er þvagsýrugigtarhnútur (tophus) og/eða þvagsýrugigt). Aburic er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Sjá frekari upplýsingar um lyfið og gildandi verð á sérlyfjaskrá.is
OFNÆMISLYF
Val á meðferðum í lausasölu
Heiti lyfs: Zensitin 10 mg filmuhúðaðar töflur. Innihaldslýsing: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg cetirizíntvíhýdróklóríði. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 65,30 mg laktósaeinhýdrat Ábendingar: Filmuhúðuðu töflurnar sem innihalda 10 mg af cetirizíntvíhýdróklóríði eru ætlaðar fullorðnum og börnum 6 ára og eldri til að létta á einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið eða stöðugt ofnæmiskvef. Til að létta á einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Sjá frekari upplýsingar um lyfið og gildandi verð á sérlyfjaskrá.is
RIVAROXABAN
Heiti lyfs: Rivaroxaban WH 10, 15 og 20 mg filmuhúðaðar töflur. Innihaldslýsing: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10, 15 eða 20 mg rivaroxaban. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 29,00, 21,75 mg eða 29,00 mg af laktósa. Sjá lista yfir öll hjálparefni í SmPC. Ábendingar: 10 mg: Fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegareki hjá fullorðnum sjúklingum sem gangast undir valkvæða liðskiptiaðgerð á mjaðmar- eða hnélið. 10, 15 og 20 mg: Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum og segareki í lungum og til að fyrirbyggja endurtekna segamyndun í djúplægum bláæðum og segarek í lungum hjá fullorðnum. Sjá frekari upplýsingar um lyfið og gildandi verð á sérlyfjaskrá.is
SLENYTO
Heiti lyfs: Slenyto 1 mg forðatöflur og 5 mg forðatöflur Innihaldslýsing: Slenyto 1 mg og 5 mg forðatöflur: Hver forðatafla inniheldur 1 mg eða 5 mg af melatóníni. Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert forðatafla inniheldur laktósaeinhýdrat sem samsvarar 8,32 mg eða 8,86 mg af laktósa. Sjá lista yfir öll hjálparefni í SmPC. Ábendingar: Slenyto er ætlað til meðferðar við svefnleysi hjá börnum og unglingum á aldrinum 2-18 ára með röskun á einhverfurófi og/eða Smith-Magenis heilkenni, þegar ráðstafanir í tengslum við svefnvenjur hafa ekki dugað til. Sjá frekari upplýsingar um lyfið og gildandi verð á sérlyfjaskrá.is
SÝKLALYF OG SÝKLALYFJAÓNÆMI
Heiti lyfs: Spectracillin 500 mg/125 mg og 850 mg/125 mg filmuhúðaðar töflur. Innihaldslýsing: Hver 500 mg/125 mg filmuhúðuð tafla inniheldur amoxicillínþríhýdrat sem samsvarar 500 mg af amoxicillíni og kalíumklavúlanat sem samsvarar 125 mg af klavúlansýru. Hver 850 mg/125 mg filmuhúðuð tafla inniheldur amoxicillínþríhýdrat sem samsvarar 875 mg af amoxicillíni og kalíumklavúlanat sem samsvarar 125 mg af klavúlansýru. Ábendingar: Amoxicillín/klavúlansýra er ætlað til meðferðar við eftirfarandi sýkingum hjá fullorðnum og börnum: Bráðri skútabólgu af völdum baktería (greind á fullnægjandi hátt). Bráðri miðeyrnabólgu. Bráð versnun á langvinnri berkjubólgu (greind á fullnægjandi hátt). Lungnabólgu sem smitast hefur utan sjúkrahúss (community acquired pneumonia). Blöðrubólgu. Nýra- og skjóðubólgu. Sýkingum í húð og mjúkvefjum, einkum húðbeðsbólgu, dýrabitum, alvarlegum tannígerðum ásamt dreifðri húðbeðsbólgu. Sýkingum í beinum og liðum, einkum bein- og mergbólgu (osteomyelitis). Sjá frekari upplýsingar um lyfið og gildandi verð á sérlyfjaskrá.is