Dolorin frá Williams & Halls er verkjalyf sem inniheldur Paracetamol og fæst í lausasölu í næsta apóteki
Upplýsingar um Dolorin og við hverju það er notað
Virka efnið í Dolorin er paracetamól, sem er þekkt fyrir verkjastillandi og hitalækkandi verkun sína. Auk þess að vera verkjastillandi og hitalækkandi þá hefur það eftirfarandi eiginleika: Það hefur ekki áhrif á slímhúð magans, því geta þeir sem hafa meltingarfæratruflanir notað lyfið. Það hefur ekki áhrif á blóðstorknunarferlið þegar það er tekið í ráðlögðum meðferðarskömmtum, og má því nota það samhliða segavarnarlyfjum. Hinsvegar, hefur paracetamól, í meðferðarskömmtum, enga bólgueyðandiverkun eða áhrif á gigtareinkenni öfugt við salisýlöt. Dolorin er til meðferðar við vægum til miðlungi miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu), og vægum til miðlungi miklum höfuðverk. Dolorin er einnig til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða skemur, og sem einkennameðferð við kvefi og flensu.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Dolorin er notað.
Nota skal Dolorin með varúð við eftirfarandi aðstæður:
sjúklingar með alvarlega vanstarfsemi í lifur eða nýrum og bráða lifrarbólgu
sjúklingar sem nota lyf sem eru ensímvirkjar og/eða hafa áhrif á lifrarstarfsemi
sjúklingar með sögu um áfengissýki (alkahólisma) og þeir sem venjulega drekka 3 eða fleiri
áfenga drykki á dag
sjúklingar með blóðleysi, hjarta- eða lungnasjúkdóma (varast skal langtímameðferð í slíkum
tilvikum)
Sjúklingar með langvarandi vannæringu (vegna lítils forða af glútatíóni) og með vökvaskort.
Dolorin skal ekki notað með öðrum lyfjum sem innihalda paracetamól, þ.e.a.s. lausasölulyfjum sem notuð eru við verk, flensueinkennum, hita o.s.frv. Ekki er æskilegt að nota töflur vegna hættu á köfnun hjá börnum yngri en 12 ára. Nota á önnur hentugri lyfjaform (mixtúra og stílar) fyrir þennan aldurshóp og hjá fullorðnum sem eiga erfitt með að kyngja. Töflur henta ekki börnum sem vega minna en 30 kg. Vegna þess að miklir og langvinnir verkir kunna að þarfnast læknisfræðilegs mats og meðferðar þá skulu fullorðnir ekki nota þetta lyf í lengri tíma en 10 daga og börn ekki lengur en í 5 daga þegar lyfið er notað til sjálfsmeðferðar við verk, nema að læknir hafi ávísað því á annan hátt. Þetta lyf skal ekki notað til sjálfsmeðferðar við háum hita (hiti hærri en 39°C), við hita sem varir lengur en í 3 daga, eða við þrálátum hita vegna þess að slík tilvik kunna að þarfnast læknisfræðilegs mats og meðferðar, nema að læknir hafi ávísað lyfinu.
Ekki má nota Dolorin
ef um er að ræða ofnæmi fyrir paracetamóli, eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins.
ef um er að ræða alvarlegan lifrarsjúkdóm.
Frekari upplýsingar á nýjum vef sérlyfjaskrár
Commentaires