Tearsagain augnúða er ætlað að koma jafnvægi á fitulag augans og draga þar með úr uppgufun af yfirborði augans.
Úðað er á lokuð augun sem flestum þykir mun auðveldara og þægilegra en að setja augndropa á hefðbundinn hátt.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að lípósóma gervitár hafa fleiri kosti en augndropar með saltlausn, sérstaklega í ljósi þess að stór hluti þeirra sem eru með augnþurrk eru með röskun á fitulagi augans (Lee, Dausch, Maierhofer, Dausch, 2004; Dausch, Lee, Dausch, Kim, Schwert og Michelson, 2006).
Fyrir utan þann augljósa kost að augnúðanum er spreyjað beint á augnlokið þá hefur Tearsagain ýmsa aðra kosti. Margir geta notað sama glasið þar sem spreyendinn kemst ekki í snertingu við augað og úðinn er í lofttæmdri pumpu. Tearsagain inniheldur rotvarnarefnið fenoxýetanól í mjög litlu magni en það veldur sjaldan ofnæmisviðbrögðum, auk þess fer augnúðinn ekki beint á augað sjálft heldur á augnlokið.
Tearsagain hentar sérstaklega vel fyrir þá sem þjást af krónískri hvarmabólgu, linsunotendum, þeim sem hafa farið í laseraðgerð á augum, þeim sem eru mikið í þurru lofti, þeim sem vinna mikið fyrir framan tölvur, þar sem mikil mengun er, hjá konum eftir tíðahvörf og eldri borgurum.
コメント