top of page
  • leifur9

Williams & Halls gefur sloppa



Þegar skólahald hefst að nýju þarf að huga að ýmsu - og jafnvel endurnýja nauðsynjar!


Hvítir rannsóknarsloppar eru skyldubúnaður fyrir þá nemendur sem stunda verklegt nám á rannsóknarstofum Háskóla Íslands og því þurfa yfirleitt allir nýnemar að fjárfesta í slíkum búnaði áður en verknám hefst. Sú venja hefur skapast að sala á sloppum innan lyfjafræðideildarinnar sé í höndum Tinktúru, Nemendafélags lyfjafræðinema við Háskóla Íslands, en sloppasalan er stór þáttur í fjáröflun nemendafélagsins ár hvert.


Eitt af áhersluatriðum nýrrar fræðslustefnu Williams & Halls er að styrkja samband fyrirtækisins við lyfjafræðinema á Íslandi en í ár var ákveðið að styðja við nemendur með sloppagjöf. Í heildina voru 200 sloppar afhentir nemendafélaginu við mikinn fögnuð þar sem mikil þörf var á endurnýjun sloppa.


Það gleður okkur mjög að geta stutt lyfjafræðinema og hlökkum við mikið til að fylgjast áfram með öllu því flotta fólki sem nemur við lyfjafræðideild Háskóla Íslands!

280 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page