top of page
  • leifur9

XEOMIN: Ný ábending!

Updated: May 12, 2021


Þann 2.júlí síðastliðinn var ný ábending samþykkt í textum fyrir Xeomin (botulinum toxin af gerð A). Williams & Halls hefur verið umboðsaðili fyrir Xeomin undanfarin ár en Xeomin er þróað og framleitt af þýska lyfjafyrirtækinu Merz Pharma GmbH.


Áður var Xeomin ætlað til einkennamiðaðrar meðferðar á hvarmakrampa og vöðvaspennutruflun í hálsi með snúningi (krampahálssveig) auk síbeygjukrampa í handlegg en í nýjustu textum er það einnig ætlað til meðferðar á langvinnu auknu munnvatnsrennsli vegna taugakvilla hjá fullorðnum. Enska heitið fyrir langvinnt aukið munnvatnsrennsli er chronic sialorrhea.


Xeomin er fyrsta og eina sérlyfið af gerðinni botulinum toxin A sem fær ábendinguna skráða og er þetta því í fyrsta skiptið sem botulinum toxin er viðurkennd meðferð við sjúkdómseinkenninu. Þeir sem helst þjást af sialorrhea eru Parkinson's sjúklingar, MND sjúklingar og aðrir sem hafa hlotið heilaáföll eða þjást af sjúkdómum í taugakerfi.


Sialorrhea getur haft ýmisskonar líkamleg og sálræn áhrif á þá sem þjást af því og er það því mikið fagnaðarerindi að fá þessa ábendingu samþykkta fyrir Xeomin.

20 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page